Combat Gym - Ármúla 1

Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.
Combat Gym - Ármúla 1

BJJ - MMA - Wrestling - Kettlebells - NoGi - Fitness - Muay Thai - Combat Conditioning


2 posters

    Mín reynsla

    avatar
    Helgi Flex
    Hvítt belti 2 rendur
    Hvítt belti 2 rendur


    Posts : 15
    Join date : 2008-01-27

    Mín reynsla Empty Mín reynsla

    Post  Helgi Flex Sun Jan 27, 2008 8:08 am

    Sæl öll

    Langaði að kynna mig og reynslu mína af bardagalistum og BJJ

    Ég heiti Helgi og er með 2. dan svart belti í taekwondo. Hef æft taekwondo í 7 ár og er með mikla reynslu í keppni, æfingum og þjálfun tkd.
    Prófaði BJJ fyrst vorið 2006 á MMA námskeiði og fannst mjög gaman. Á þeim tíma var ég á ströngum tkd æfingum fyrir Evrópumót og stundaði því BJJ ekkert frekar. Haustið 2007 tók ég beltapróf í tkd fyrir 2.dan. Á því prófi þurfti ég að sýna fram á sjálfsvörn á móti Haraldi, sem er að þjálfa BJJ í Fjölni, en Haraldur er líka með 2. dan í tkd. Hann gjörsamlega pakkaði mér sundur og saman og mér leið eins og ég væri ekki kraftmeiri en bland í poka fyrir hundraðkall! Hann sagði mér að kíkja á BJJ æfingar hjá sér og það reyndist algjör snilld. Æfingarnar þrusugóðar og maður lærði strax að beita sér betur.

    Mér finnst skrýtið að hafa verið svona lengi í bardagalistum en kunnað í raun svo litið í sumum þáttum eins og þessum. Gólfgíma og standandi glíma eru frábærar æfingar til að breikka sjóndeildarhringinn og læra betur á sig. Gólfglímurnar eru algjör snilld og reyna mikið á þol og kraft, en samt er aðalmálið að vera snjall og hreyfa sig rétt. Æfingarnar eru klukkutími hver en langtum betri æfing heldur en að hanga á hlaupabretti eða lóðum í sama tíma. Maður fer af æfingum gjörsamlega búinn með alla orku og vel tekið á því. BJJ er ekki bara snilldar íþrótt heldur líka góð líkamsrækt sem bætir styrk, þol og líkamsbeitingu.

    Ég reyni að æfa BJJ reglulega með TKD hjá mér og kenni það hiklaust þegar kemur að sjálfsvörn. Saman virkar þetta rosalega vel þar sem tkd er með mikið af hröðum öflugum spörkum og höggum og BJJ er gott í yfirbugunartækni og glímum sem er sniðugt t.d. í sjálfsvörn. Maður getur yfirbugað andstæðinginn án þess að slasa hann.

    Allavega BJJ er snilld og mæli með því. Góðar æfingar og brögð sem virka. Snilldar hópur, góð aðstaða og góður þjálfari. Kíkjið á ef þið hafið ekki nú þegar prófað.

    Kv Helgi Flex
    avatar
    Helgi Flex
    Hvítt belti 2 rendur
    Hvítt belti 2 rendur


    Posts : 15
    Join date : 2008-01-27

    Mín reynsla Empty Re reynsla

    Post  Helgi Flex Sun Jan 27, 2008 8:11 am

    Endilega segið frá ykkar reynslu...
    Haraldur Óli
    Haraldur Óli
    Stjórnandi


    Posts : 504
    Join date : 2008-01-25

    Mín reynsla Empty Re: Mín reynsla

    Post  Haraldur Óli Sun Jan 27, 2008 8:44 am

    Sjálfur er ég með 2.dan í Taekwondo og hefur þessi íþrótt gjörsamlega breytt lífi mínu til hins betra. Hef alltaf haft áhuga á bardagalistum en segja má að Taekwondo hafi verið svo eina sem ég gat virkilega fest mig í og grunar mér sterklega að það sé útaf þjálfaranum mínum Sigursteini Snorrasyni. Er alls ekki viss um að ég hefði haldið áfram hefði ég lent í öðru félagi en Fjölni á sínum tíma. En ég lendi í 2 atvikum sem fengu mig til að breika sjóndeildarhringinn minn utan Taekwondo. Það fyrr er þegar ég fæ félaga minn í heimsókn og tökum frjálsan bardaga og hann var buin að vera í Muay Thai í nokkur ár, það dugði honum að sparka um 10x í lærið á mér þá gat ég ekki staðið í lappirnar og þar með mitt sterkasta vopn orðið óvirkt. Hin reynslan var þegar ég glímdi við pabba félaga minns sem er með 3.dan í Judó og hann þó svo að hann hefði leyft mér að byrja í yfirburða stöðum t.d. á bakinu á honum með 2 króka inni þá gekk ekkert hja mer og fór heim um kvöldið gjörsamlega bugaður Smile. Þetta varð til þess að ég tók uppá að æfa M.M.A. og B.J.J.

    Sponsored content


    Mín reynsla Empty Re: Mín reynsla

    Post  Sponsored content


      Current date/time is Mon Apr 29, 2024 10:13 am