Combat Gym - Ármúla 1

Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.
Combat Gym - Ármúla 1

BJJ - MMA - Wrestling - Kettlebells - NoGi - Fitness - Muay Thai - Combat Conditioning


    Hvað er Bjj og MMA?

    Haraldur Óli
    Haraldur Óli
    Stjórnandi


    Posts : 504
    Join date : 2008-01-25

    Hvað er Bjj og MMA? Empty Hvað er Bjj og MMA?

    Post  Haraldur Óli Sun Jan 27, 2008 9:18 am

    Hvað er brasilískt Jiu Jitsu?
    Í grófum dráttum gengur brasilískt Jiu Jitsu (BJJ) út á að ná yfirburðastöðu á móti andstæðingnum og fá hann svo til að gefast upp með lás, svæfingu eða einhvers konar taki. Dæmi um lás væri að snúa það mikið upp á handlegg andstæðingsins að það valdi sársauka og hann gefist upp, en slíkt er yfirleitt mannúðlegri leið til að yfirbuga árásarmann heldur en að t.d. brjóta kjálka hans með kýlingu eða sparki. Yfirburðastaða telst þá einhvers konar stelling eða staða þar sem andstæðingurinn getur ekki meitt þig, en þú getur meitt hann eða fengið hann á einhvern hátt til að gefast upp. Flestar slíkar yfirburðastöður eru á jörðinni, þ.e.a.s. þegar báðir aðilar liggja eða veltast um og slást, en nokkrar slíkar eru líka frá standandi stöðu. BJJ iðkandi vill fyrst koma sér í slíka stöðu til að gera bardagann ójafnan áður en hann fær andstæðinginn til að gefast upp með lás, kyrkingu eða kýlingum.

    BJJ hefur að mestu verið þróað af Gracie fjölskyldunni í Brasilíu. Ein af aðal ástæðum þess að BJJ er svona vinsælt í heiminum í dag er sigurför Royce Gracie, sem vann margar af fyrstu Ultimate Fighting Championship (UFC) keppnunum. Þær hófu göngu sína árið 1993 með því markmiði að komast að því hvaða bardagalist virkaði best, og voru þar fáar sem engar reglur. Þarna voru keppendur sem æft höfðu t.d. box, judo, karate, sumo, savate, tae kwon do, muay thai/kickbox, freestyle wrestling og margt fleira, en Royce Gracie valtaði yfir alla sem hann keppti við, þó svo hann væri minnsti þátttakandinn og færi gegnum keppnina með því að kýla varla né sparka nokkru sinni. Allar bardagalistir eru með sínar kenningar um hvernig best sé að sigra árásarmann, en þegar á hólminn var komið í UFC dugði það stutt á móti BJJ og örfáum öðrum bardagalistum eins og freestyle wrestling og muay thai. Út frá UFC kom í ljós að slagsmál eru hreint ekki það sem menn héldu að þau væru og að þau eru ekkert lík því sem sést í bíómyndunum, enda hefur orðið bylting í bardagalistaheiminum á síðustu tíu árum og er BJJ þar í fararbroddi.

    Í brasilísku Jiu Jitsu er ekki haldið í einhverjar tæknir sem líta vel út en virka lítið, heldur er eingöngu notast við það sem virkar gegn andstæðingi sem streitist á móti. Það er furðuleg en sönn staðreynd að meirihluti bardagalista þjálfar fólk ekki í því að eiga við slíkan andstæðing, heldur leyfir þér að gera brögðin algerlega án mótspyrnu. Í BJJ lærirðu hins vegar að þekkja vel þá tilfinningu að vera í raunverulegum áflogum, án þess þó að hætta neitt á að slasa þig á æfingum. Mikil áhersla er lögð á að kenna fólki að verja sig á jörðinni því a) meirihluti slagsmála endar þar og b) auðveldara er að stjórna og yfirbuga fólk á jörðinni þar sem minna rými er til að sleppa úr fastatökum og lásum BJJ. Þó er heilmikið kennt af standandi tækni líka.

    Brasilískt Jiu Jitsu leggur áherslu á vogarafl umfram styrk og eiga því allir að geta stundað íþróttina, konur og karlar á öllum aldri, sama í hversu góðu formi fólk er. BJJ er bardagalist sem var hönnuð fyrir veikari einstakling á móti stærri og sterkari andstæðingum og hefur ótal sinnum sannað sig sem slíka. Besta sönnunin er auðvitað fyrir fólk að æfa hjá okkur í nokkra mánuði og sjá þetta sjálft.

    Hvað er “high percentage” bragð/tækni?
    Í BJJ eru einungis kennd þau brögð sem hafa sannað sig að virka best og oftast í alvöru aðstæðum og topp keppnum eins og UFC. Slík brögð, eins og til dæmis olnbogalásar, kallast “high percentage”. Önnur brögð, til dæmis úlnliðslásar, eru “low percentage” því það er almennt nær ógerlegt að framkvæma þau gegn andstæðingi sem streitist á móti. “Low percentage” brögð eru einfaldlega ekki kennd hjá okkur. Ef það virkar ekki, þá kennum við það ekki.

    MMA

    MMA stendur fyrir Mixed Martial Arts (blandaðar bardagalistir) .

    Tilgangurinn er að æfa sig í frjálsri viðureign á móti félaga og nota þær tæknir sem hægt er að æfa á öruggan en áhrifaríkan máta.
    Frjáls viðureign er hægt að skipta gróflega í þrjú stig en það eru standandi-frjáls viðureign, standandi-glíma, og gólf-glíma.
    Standandi-frjáls viðureign er þegar keppendur eigast við standandi. Hvorugur keppandi hefur tök á hinum og geta því hreyft sig mjög frjálslega. Á þessu stigi geta keppendur beitt fyrir sig höggum og spörkum. Keppandi sem telur sig hafa yfirburði í gólfglímu getur sætt færis og skutlað sér inn fyrir vörnina hjá mótherjanum og knúið hann í gólfið.Dæmi um bardagaíþróttir sem leggja áherslu á standandi frjálsa viðureign eru t.d. hnefaleikar og muay thai.
    Standandi glíma er þegar keppendur hafa brúað bilið og náð taki hvor á öðrum. Hér er hægt að beita ýmsum höggum og spörkum auk þessa að reyna að kasta eða draga mótherjann niður.Bardagaíþróttir sem leggja mikla áherslu á þennan þátt eru t.d. júdó, grísk rómversk glíma og muay thai.
    Gólf-glíma er þegar keppendur er komnir í gólfið og reyna að utkljá viðureignina í gólfinu. Viðureignin er oftast útkljáð með því að læsa mótherjann í óþægilegri stöðu og knýja hann til að gefast upp. Uppgjöf er oftast gefin til kynna með að slá þrisvar í gólf eða mótherjann. Þá er leiknum lokið og telst hin þá sigurvergari.Langútbreiddasta íþróttin sem leggur áherslu á gólf-glímu er án efa er Brasilískt Jiu Jitsu.

    frá www.mjolnir.is

      Similar topics

      -

      Current date/time is Mon Apr 29, 2024 7:40 am